Útikennsla á Reykjanesi

Útikennsluefni fyrir öll skólastig í stærstu skólastofunni!

Um Verkefnið
Verkefnið miðar að því að auka þekkingu og skilning á jarðvanginum sem við búum í ásamt því að auðvelda útikennslu á Reykjanesinu og auka vitneskju nemenda á þeirra eigin heimasvæði. 

Síðan hentar öllum þeim sem kenna eða elska að læra um umhverfið sitt!

Öll verkefni eru vel þegin og hvetjum við alla til að senda okkur verkefni í gegn um "Hafðu samband" neðst á síðunni eða beint inn á garurnar@gmail.com
Síðan er safnbanki verkefna sem miða að því hve langt farið er frá hverjum skóla. Við köllum það gárur þar sem skólarnir eru miðpunktur og gárurnar hringur utan um þá.

Verkefnin eru öll útikennsluverkefni með tengingu við ýmis námsfög, STEAM, UNESCO og fleira.

Útikennsla og STEAM-verkefni utandyra skapa lifandi brú milli námskrár og raunheims þar sem forvitni kviknar, skapandi hugsun blómstrar og hugtök lifna við. Þegar nemendur mæla, hanna, prófa og túlka í náttúrunni — hvort sem þeir kortleggja líffræðilega fjölbreytni, hanna vindmælir úr endurnýttu efni eða leysa staðbundin vandamál — tengjast stærðfræði, náttúrufræði, tækni, verkfræði og listir á þverfaglegan, merkingarbæran hátt. Slíkt vinnulag eflir gagnrýna hugsun, samvinnu, samskipti og sköpun, styrkir sjálfstraust og seiglu og styður við vellíðan með hreyfingu og tengslum við umhverfið. 

Útikennsla er jafnframt sveigjanleg og aðgengileg: hún nýtir ólíka styrkleika nemenda og staðbundnar auðlindir — frá skólalóð og leikvelli til sjávar og skógar — og gerir kennurum kleift að skapa minnisstæð, hvetjandi og mælanlega kennslu.

Námsefni fyrir öll skólastig

Við bjóðum upp á fjölbreytt námsefni sem hentar öllum skólastigum.

Frekari upplýsingar

Fjölbreyttar útivistarhugmyndir

Hugmyndir fyrir kennslu við hinar mismunandi aðstæður utandyra.

Hvað þarf að hafa í huga?

Hvað þarf að hafa með í útikennslu? Tékklisti fyrir kennara um hvað er sniðugt að hafa meðferðis fengin frá Hrafnhildi Sigurðardóttur, kennara við Sjálandsskóla og útikennslufræðingur (hrafnhildursig@sjalandsskoli.is)

Frekari upplýsingar

Útikennsluleiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir kennara til að skipuleggja eigin kennslustundir í útivist á Reykjanesinu.

  • Skogarbraut 945, 262 Keflavík, Reykjanesbær, Iceland

Viltu senda okkur verkefni til birtingar eða hefur þú einhverjar ábendingar. Sendu okkur línu.